2.4.2007 | 08:22
Hægri-öfgaaflið Framsóknarflokkurinn.
Ég las fréttablaðið í morgun og þar er haft eftir Jóni Sigurðsyni iðnaðar og viðskiptaráðherra að atkvæðagreiðslan um breytingu á deiliskipulagi standist ekki að lögum. Og að hún standi þá í mesta lagi í þrjú ár. Það er greinilegt að maðurinn er ekkert alltof klár stjórnmálamaður því að með þessu var hann að segja. "Við munum reysa þetta álver hvort sem það er kosið um það eða ekki" Einnig má skilja það sem svo. " Þið getið sleppt því að kjósa í framtíðinni því að það verður ekkert farið að ykkar vilja." Feginn er ég, það er margt skemmtilegra en að fara á kjörstað. En að segja þetta svona berlega á opinberum vettvangi að það muni ekki vera farið að þessum vilja fólksins í landinu, því að vilji hafnfirðinga endurspeglar að hluta vilja landsmanna og það er skírt að fólk vill ekki stóriðju, er bein og skýr yfirlýsing þess efnis að Framsóknarflokkurinn er í raun öfgasinnaður hægriflokkur sem tekur ekkert mark á vilja íbúa/landsmanna ef það stríðir gegn persónulegum hagsmunum þeirra sem flokkurinn er að vernda!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.